Bravo Slavo

Sunday, September 24, 2006

Ég fór að horfa á Norges Cup í Taekwondo í dag...
Ég hafði gleymt því hversu gaman mér finnst að horfa á mót...
Það kemur yfir mann einhver sérstök tilfinning þegar maður finnur lyktina af hitakreminu, svitanum og keppnisgólfinu...
Ég fer næstum í trans...
Get ekki beðið eftir Osló Open...!!! :D

Þó ég búist ekki við neinum stórafrekum, þá er alltaf gaman að keppa...

SHRN,
Slavo

Thursday, September 21, 2006

Í fyrradag æfði ég í tæpa 5 klukkutíma...
Í gær æfði ég í tæpa 6 klukkutíma...
Í dag æfði ég í tæpa 3 klukkutíma...

Gæti þetta verið betra..??
Ég held ekki... :)

Ókosturinn er hinsvegar sá að maður er stanslaust þreyttur og svangur...
En það venst... :)

Í dag á ég að byrja á verkefninu mínu...
Ég má velja hvort það taki hálft ár eða heilt...
Ég má ekki æfa poomse þó aðrir á brautinni minni megi sparra sem verkefni allt árið..! :S
Ég valdi að taka þrýstipunkta (e. pressure points)...
Ég þarf að fara á bókasafnið í Brandbu og tjékka hvort þeir eigi bækur um nálastungur...
Einhvernveginn held ég samt að leitin eigi ekki eftir að bera árangur... :P

SHRN,
Norski Slavo

Saturday, September 16, 2006

Þá er minnsalings kominn með norskt símanúmer:
90244115...
f.y.i

SHRN,
Slavo

Friday, September 15, 2006

jæja,
þá er maður kominn aftur í siðmenninguna, a.k.a Brandbu, Norway... :P

Þetta var bara í heildina frekar skemmtileg ferð...
ég ætla að blogga um hana á puntaformi:
  • það tók 5 tíma að komast í skálana...
  • Þeir voru allsvakalega hátt uppi í einhverju fjalli, og maður var smá spooked í rútunni þangað uppeftir þarsem mig grunar að rútubilstjórinn hafi verið með útrunnið ökuskírteini...!
  • Við fengum rosalega fínan skála...
  • Fyrsta daginn gengum við uppá fjall, 1450 metrar...
  • Næsta daginn gengum við 7,7 kílómetra að Peer Gynt Hytte (Það eru kofar sem eru hlaðnir úr mjóum steinum) og 7,7 kílómetra til baka að Putten Sæter, þar sem við gistum...
  • Þriðja daginn mátti maður velja um styttri eða lengri göngur... Ég valdi að fara að sofa þar sem vinstra hnéð á mér ákvað að gefast upp daginn áður... :S
  • Haldnar voru tvær keppnir nemendum til skemmtunar... MAZ (Martial Arts & Zen) vann þær báðar...!
Á morgun er ferðinni heitið til Osló...
Til að eyða peningum... :D

Ef ykkur langar þá megið þið endilega senda mér póst, þó það sé ekki nema eitthvað íslenskt að lesa :) , það er leiðinlegt að vera sú eina hérna sem fær aldrei bréf... :S

Hulda Rún Jónsdóttir
Vestoppland Folkehøgskole
2760 Brandbu
Norge

jájá,
Norski Slavo

Sunday, September 10, 2006

Það voru 2 önnur valfög hjá mér í síðustu viku...
  • Sverð... víííí...
  • Líkams-teikning... Ekki janfmikið vííí.. Því ég kann ekki að teikna, en allir aðrir í bekknum kunna það og eru meiraðsegja bara mjög góðir...! En markmiðið er að læra að teikna, I guess...
Ég fór svo út að skemmta mér á föstudaginn með skólafélögum mínum, það eru alveg TVEIR barir hérna í Brandbu... :D
Það var mjög gaman...
Eftir nokkra drykki sögðu mér nokkrir þeirra að þeir hefðu verið hræddir við að nálgast mig...!
Þá fékk ég loks staðfestingu á því að ég sendi víst frá mér einhverja "ekki koma nálægt mér"-strauma... :S

Á morgun byrjar fjelluka...
Þá förum við uppí fjöll og gistum í einhverjum skála og förum í gönguferðir...
Ef veðrið verður eins gott og það hefur verið undanfarna daga þá hlakka ég til, annars ekki...
Það versta er að það verða náttla engar æfingar á meðan... :/

Það verður þá ekkert meira blogg þangað til næstu helgi...

Hilsen,
Slavo

Ps. 26 dagar í Osló open og haustfríið... :)

Tuesday, September 05, 2006

Ég nenni ekki að skrifa heilsteypt blogg, blogg dagsins verður af þeim sökum á punktaformi:
  • Valfögin byrjuðu í gær...
  • Kóreska, víííí...
  • Jóga, vííí...
  • Hwalbop, sjibbýkóla...!! (Master Lee tók sig til og lét braka í mér allri í tímanum í gær :D)
  • Fyrsta almennilega gyung dang æfingin var í dag, keypti mér nýtt sverð þar sem ég gleymdi mínu á flugvellinum... :S En nýja sverðið er flottara, so it's okay..! :P
  • Í dag var Brannovelse... Þá sátum við eeeeendalaust lengi og hlustuðum á einhvern gaur tala um eldvarnaröryggi, síðan sáum við þvílíka groundbreaking heimildarmynd um 4 manna fjölskyldu sem hugsaði alls ekki nógu mikið um eldvarnaröryggi...! :D
  • Eftir það fórum við og "björguðum" manneskju úr herbergi fylltu af reyk, slökktum eld í sæng með því að rúlla henni upp, slökktum eld í tunnu með slökkvitæki og eldvarnarteppi... Þeim finnst mjög mikilvægt að maður prufi allt sjálfur en horfi ekki bara á...! Hence, tók þetta þvílíkt langan tíma...
  • Það var lasagna í matinn í dag... :)
Þá held ég að þetta sé barasta komið...
Ég er að hugsa um að blogga alltaf á punktaformi héðan í frá...
Það er miklu auðveldara.. :)

Gullkorn í lokin:

Vivian Jaffe: Have you ever transcended space and time?
Albert Markovski: Yes. No. Uh, time, not space... No, I don't know what you're talking about.

Mr. Hooten: God gave us oil! He gave it to us! How can God's gift be bad?
Tommy Corn: I don't know. He gave you a brain too and you messed that up pretty damn good.
Mr. Hooten: I want you sons of bitches out of my house now!
Tommy Corn: If Hitler were alive, he'd tell you not to think about oil.
Mrs. Hooten: *You're* the Hitler! We took a Sudanese refugee into our home!
Tommy Corn: You did. But how did Sudan happen, ma'am? Could it possibly be related to dictatorships that we support for some stupid reason?
Mr. Hooten: You shut up! You get out!
Tommy Corn: You shut up.
[to Albert]
Tommy Corn: Come on. Let's get out of here.

Tommy Corn: What are you doing tomorrow?
Albert Markovski: I was thinking about chaining myself to a bulldozer. Do you want to come?
Tommy Corn: What time?
Albert Markovski: Mmm... one, one-thirty.
Tommy Corn: Sounds good. Should I bring my own chains?
Albert Markovski: We always do.

Þetta er mynd vikunnar...
SHRN,
DNS

Saturday, September 02, 2006

Ætli ég verði ekki að halda áfram að blogga þar sem ég fékk fullt af kommentum.. :D
Thanx alle sammen...

Það kom í ljós að ég valdi í raun 6 valfög, ekki 5...
Nánar tiltekið:
kóresku, jóga, hwalbup, líkams-teikningu, sverðabardaga og qigong...
Allir fengu sitt fyrsta val inn, svo er séns á að skipta um fag eftir jól ef maður er ekki að fíla sig...
Ég veit t.d ekki hvernig fer með þessa teikningu, þar sem I can't draw for shit...!
En það kemur í ljós...
Þetta kemur allt í ljós.. :)

Í kvöld var velkommsfest í skólanum...
Þá var fínn matur, kálfakjöt, sósa og grænmeti....
Og vatn að drekka með... Það finnst mér hálfskrýtið...
En þannig er þetta hér... Bara epladjús með morgunmatnum...
Svo bara vatn allan daginn...

Það voru líka sýnd skemmtiatriði...
Á norsku....
Ég náði svona tveim bröndurum...
En hló bara með hinum samt...
Sumt þurfti maður heldur ekki að skilja...
Strákar í stelpufötum sem tala norsku eru alveg jafnfyndnir og strákar í stelpufötum sem tala íslensku... :)

SHRN,
Den Norske Slavo