Bravo Slavo

Tuesday, January 30, 2007

Á laugardagskveldið var hringt í mig...
Það var hann Óli Björn, yfirþjálfari TKD-deildarinnar...
Hann hringdi til að segja mér að ég hefði verið valin Íþróttakona ÍR fyrir árið 2006... :D
Það fannst mér gaman að heyra...
Endalaust týpískt að ég vinni þegar ég er ekki á landinu...
En það bíður mín bikar þegar ég kem heim... :)

Um helgina: Koreansk Weekend...

Sjibbidýdúdadei,
Slavo

Thursday, January 25, 2007

Ég lendi alltaf í því að mér dettur eitthvað í hug til að blogga um en svo þegar ég kemst á netið er það gjörsamlega gufað upp...
Þessvegna kemur hér eitt updeits-blogg:
  • Ég er komin í ný valfög. Ég hélt áfram með kóreskuna og hwalbup en bætti við akupressur og aromaterapi. Akupressur er svakalega spennandi og aromaterapi er svooooooooo mikið brill... Þá mæti ég í tíma og læt nudda mér uppúr olíu í klukkutíma (ókosturinn er hinsvegar að maður þarf að skipta og nudda partnerinn sinn líka)...
  • Um daginn var hippakveld.... Ég á engin hippaföt þannig að þetta var það sem ég gat klesst saman fyrir kvöldið:
(Lame, I know... En Íslandstrefillinn gerir lúkkið dáldið töff..)
  • Við erum búin að fá skólapeysur... Mín er í allsvakalega flottum grænum lit... Ég var hinsvegar svo mikill kjáni að panta hana í small... Hún passar mér alveg fullkomlega... Ég er lítið fyrir að ganga í fötum sem passa mér fullkomlega, mér finnst það almennt óþægilegt. :S
  • Það er komin dagsetning á Kóreuferðina. 13.mars - 1.apríl..!! :D
  • 2. apríl kem ég heim í páskafrí, 10. apríl fer ég út aftur... Og þá eru bara 4 vikur eftir af skólanum... (og mér skilst að svona 2 vikur af því séu þrif :S)
  • 11. maí kem ég svo heim for good...
Athyglisvert þetta, no??

Hilsen,
Slavo

Monday, January 22, 2007

Norðurlandamótið er búið...
Mér gekk betur en í fyrra...
En komst ekki í úrslit...

Ég fékk allavega að fara til nýs lands...
NM var að þessu snni haldið í Stokkhólmi...
( Ég fékk far yfir með norska landsliðinu...
Á föstudaginn var ég í tæpa 11 tíma í rútu, á laugardaginn eyddi ég svo tæpum 10 tímum á mótstað og svo eyddi aftur tæpum 11 tímum í rútu aftur til Norge á sunnudeginum...
Í dag er ég frekar þreytt... )

Undanfarin 2 ár hef ég mest verið að þvælast á milli Danmerkur og Noregs í TKD - related ferðum. Fínt að brjóta þetta upp aðeins...
Svo fer ég að öllum líkindum á NM í Finlandi á næsta ári og svo verður það haldið heima árið 2009...

Annars er seminr í skólanum fram á fimmtudag...
Það þýðir engar æfingar á skólatíma fyrr en á föstudaginn...! :'(

Ég kem heim eftir 25 daga... :D

Fleh,
Slavo

Sunday, January 14, 2007

Nú er nýafstaðið Yudanja og Kodanja-seminar...
(eða bara æfingahelgi :P)
Það var sick gaman...!
7 æfingar á síðastliðnum 3 dögum... :D

Það nýjasta í fréttum er hinsvegar það að ég kem heim þann 15. febrúar í stað 23. febrúar...
Það var víst ekkert mál að fá leyfi í skólanum og að breyta fluginu þannig að ég ákvað bara að skella mér heim viku fyrr... :)

Þá fæ ég 2 æfingabúðir með GM Cho á jafnmörgum mánuðum...
Og svo eru æfingabúðir með Cho í Danmörku í mars...
Spurning að taka þrennu á þetta..?? :P

Hilsen....

Monday, January 08, 2007

Já..
Þá er ég búin að vera í úgglöndunum í 4 daga...
Mér er strax farið að leiðast...
Það eru u.þ.b 6 vikur þar til ég fer heim aftur...
Nema að ég fari heim í vikunni áður til að ná æfingabúðum með GM Cho uppí ÍR...
Þær eru nebbla helgina áður en ég kem heim...
Það er kannski samt aðeins of mikil klikkun... Ég á eftir að íhuga þetta aðeins meira... ;)

Annars fór ég á æfingu hjá norska landsliðinu í gær...
það var svaka gaman...
Fékk fullt af góðum tips-um... :D

12 dagar í norðurlandamót..!
Ææææææ..!

Slavo

Wednesday, January 03, 2007

Þá er komið að því...
Kominn tími til að fara burt aftur...
Mig langar alveg að fara aftur út en samt ekki...

Strange feeling...

Laters,
Slavo