Bravo Slavo

Wednesday, June 27, 2007

Punktablogg...

* Inntökuprófin eru búin... Ég er ekkert svakalega bjartsýn varðandi árangur... En það kemur allt í ljós.
* Ég er að reyna að ganga frá umsókninni minni í læknadeildina í NTNU (Norges teknisk-naturvitenskapelige universitet) og það er eintómur höfuðverkur... :S
* Ég er nýkomin frá Portúgal þar sem ég er búin að sleikja sólin í viku... :)
* Ég mætti í vinnuna í dag og fer svo aftur á morgun... Á föstudag er hinsvegar komið að enn annarri noregsferð... Æfingabúðir enn og aftur... :D
* Kem svo heim laugardaginn 7. júlí og fæ heimsókn frá Norge á sunnudag... Ég verð ekki mikið til viðtals á meðal þeirri heimsókn stendur... ;) Weeeeeee...

Ha det,
Hulda

Monday, June 11, 2007

Núna er sirkabout 37 og hálfur tími í próf...
Ég veit ekkert hvað ég á að gera af mér eiginlega...
Hvað á ég að fara yfir..??
Hef ég tíma til að fara yfir allt..??

Hjálp..??!?!

Wednesday, June 06, 2007

Ég er bara búin að vera að reyna að læra síðan ég kom heim frá Norge...
Það er frekar mannskemmandi að húka inni hjá sér allan daginn með nefið oní glósum...
Mér finnst ég heldur ekki hafa lært neitt að ráði...
Fyrir utan að ég er næstum því búin að ná námsefninu fyrir EFN 303, það voru nebbla obbosens marga spurningar úr 303 á prófinu í fyrra. Þá er allasvakalega týpískt að þeir spyrji þá ekkert úr EFN 303 núna... :S
Ég er búin að vera að íhuga hvað ég geri ef mér tekst að klúðra þessu núna...
Ég er búin að átta mig á því að ég er ekki með neitt Plan B...
Kannski skrái ég mig bara í hjúkrun þá... ;)

Slavo