Bravo Slavo

Tuesday, March 28, 2006

Íslandsmótið er búið... ÍR stóð sig fantavel... :D
4 titlar í hús og slatti af öðrum og þriðju verðlaunum... :P
Ég fékk engan bikar, það finnst mér leiðinlegt... Það er eitthvað svo rangt við að vera íslandsmeistari og fá engan bikar, aldrei... :S
Ég á einn bikar og hann er frá einhverju Fjölnismóti þar sem mér tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að verða keppandi mótsins. Þetta var árið 2003...

Æfingabúðir í Danaveldi um næstu helgi... Hlakka mikið til... Ekki nóg með að GM. Cho verði á svæðinu heldur á M. Kristiansen að vera með tækniæfingar... Sá maður hefur unnið 40 gull í poomse á sínum keppnisferli... :D
Ég, hinsvegar, á bara 7... ;)

Hilsen,
Slavo

Friday, March 17, 2006

Update:
*Fór á José Gonzales tónleikana á mánudaginn...
Þeir voru brill...
Er í José-maníu núna... Hlusta ekki á neitt annað... :D*

Blogg dagsins:
Föstudagar eru ömurlegir dagar...
Þá er ég í heljarstóru gati... :S Mæti í stærðfræði klukkan átta og svo í efnafræði klukkan eitt...!!! Þoli ekki þessa daga... Og þið trúið ekki hvað það er eeeeerfitt að skrópa ekki í stærðfræði á föstudagsmorgnum... :D

Í dag var próf í efnafræði... Ég, snillingurinn sem ég er, ákvað að fara heim í gatinu mínu og læra þar undir prófið í staðinn fyrir að gera það niðri í skóla...
Ekki sniðugt...
Minnsalings sofnaði og mætti seint í prófið...!!!
Hvurslags eiginlega...

Hilsen,
Slavo

Monday, March 13, 2006

Jæja... Kominn tími á eitthvað röfl...?? Held það barasta... :)

Ég missteig mig í síðustu viku... Og það var ekkert lítið heldur þýddi það bara 4 tíma gott hangout á slysó... :S Ég gat þó að minnsta kosti horft á stöð 2... Síðast þegar ég fór þurfti ég að blaða í gegnum hundgömul dönsk Hús og Híbýli- blöð... :P
Anywhoo... Beið í 4 tíma til þess eins að fá teygjusokk og bækling um ökklatognun...
Þessum tíma var gígantískt vel varið... :)

Var í lokaprófi í lífeðlisfræði áðan, það gildir 55% af lokaeinkunn... :/
Kemur í ljós, kemur í ljós...

Hilsen,
Slavo

Tuesday, March 07, 2006

Í dag er 7.mars... Það finnst mér skrítið... Það eru einhverjar 8 vikur eftir af skólanum... Það finnst mér barasta alls ekki stemma... Það eru bara svona 3 vikur síðan ég var í jólafríi, ik..??

Keppti á styrktarmóti á sunnudaginn... ÍR stóð sig fantavel... Ég og Hanna reiknuðum út að 66,6% okkar fengu verðlaun... :D Þar af þrír sem voru að keppa í fyrsta sinn...
Þetta á samt ekkert að koma á óvart... ÍR-ingar eru að sjálfsögðu bara langbestir... :D

Íslandsmót eftir 3 vikur...

Hilsen,
Slavo