Bravo Slavo

Monday, November 28, 2005

Ammili... :P

Ég á afmæli í dag..!!! Í dag varð ég fullorðin. Það er ekkert mikið öðruvísi að vera fullorðinn, finnst mér. En ég er líka bara búin að vera fullorðin í stuttan tíma... Það gæti komið síðar. :) Helgi var tæknilega fyrstur til að óska mér til hamingju. Hann gerði það reyndar klukkan 9 í gærkvöldi þannig að það telst kannski ekki með. Skúlalings hringdi síðan í mig eina mínútu yfir miðnætti og Fannar sendi sms einni mínútu síðar.... :p Ég er ekki nógu ánægð með Árdísi... Hún vaknaði ekki til lífsins fyrr en klukkan 8 í morgun... iss...iss...iss... Annars var ég alveg sátt.
Mamma og Odda komu frá úglöndum í gær og ég fékk nýja diskinn með White Stripes og þvílíkt glæsilega buxnadragt í ammilisgjöf. Svo fæ ég 5 pakka klukkan 6 í dag... Jíbbýkóla... :D

Hilsen,
Slavo

Sunday, November 27, 2005

Hvað..??

Nákvæmlega... hvað?? Ég veit það ekki. Það er allt í hrærigraut og klessu.

Hilsen,
Slavo

Friday, November 25, 2005

Djísus...

Ég á eftir að falla í spænsku..!!! Og ég sem hef aldrei fallið í neinu...!!! Ever...!!! Aldrei í lífinu..!!! Ætla ég svo að láta SPÆ 403 buga mig..!!! Æ, æ, æ, æ, æ.... Ég get bara ekki byrjað á þessu verkefni. Ótrúlegt en satt. Ég ætlaði að skila því í gær..!!! Obbobobbb.... :D
Farin að læra..

Hilsen,
Slavo

Note to self...

Það má EKKI vaka langt fram á nætur þegar það er tvöfaldur stærðfræðitími í fyrsta tíma morguninn eftir...!!!
Það má EKKI gleyma að hlaða spilarann fyrir tvöfalda stærðfræðitímann...!!!
Það má EKKI gleyma kókdósinni, sem átti að vekja þig til lífsins fyrir tvöfalda stærðfræðitímann, í ísskápnum heima...!!!

Hilsen,
Slavo

Thursday, November 24, 2005

Bla...

Ég er ekki alveg að meika að mæta í skúlen á morgun. Fyrsti tími er stærðfræði..!!! Er hinsvegar að fara með Krissu að athuga með tattoo eftir skúle á morgun. Þannig að það er ljós við enda ganganna. Svoooo er það lokaverkefnið í spænsku sem vofir yfir mér sem mun rústa helginni meira en þegar er búið að gera...
TKD-stelpuhittingur er samt still on..!!! Heima hjá Krissu á lordag.
Bla bla bla....

Hilsen,
Slavo

Hvurslags eiginlega...!!!!

Jæja.. Núna er búið að aflýsa uppskeruhátíðinni..!!! Já, mikið rétt. Hún verður hvorki á föstudag né laugardag..!!!! Þessir helvítis merðir.. Segja að við getum ekki fengið húsið. Hvorki á laugardag né föstudag. Einhvernveginn held ég að þetta sé allt saman skröksögur. Þeir vilja bara ekki að TKD-deildin haldi partý því að þeim er ekki boðið í það..!!!! :D
Við stelpurnar erum allavega BRJÁLAÐAR..!!!! WE WANT BLOOD..!!!

Hilsen,
Slavo

Ehe...!!

Núna er búið að færa uppskeruhátíðina. Hún verður á föstudaginn en ekki laugardaginn. Ég þoli ekki svona breytingar, þegar ég er búin að plana og ákveða eitthvað þá má ekkert breyta því bara sísvona!!!! Geðheilsa mín höndlar það ekki. Núna þarf ég að troða öllu sem ég ætlaði að gera fyrir þetta á föstudaginn... :(
Beltaprófið var fínt. Allir náðu. Þetta var líka stysta beltapróf sem ég hef orðið vitni að. Búið um 10-leytið (það er viðurkenningaafhendingin sem tekur ages!!). Höfum verið að drattast heim upp úr miðnætti alltaf, en ekki núna. Fórum svo nokkur á Stylinn klukkan korter yfir 11. Greyin sem voru að vinna. Ég þoli ekki svona fólk sem kemur rétt áður en það á að loka og heimtar afgreiðslu. Og við vorum ekkert 2-3, nei, við vorum 11. Ég kýs að hugsa ekki um hrákann og brundið sem var í matnum mínum. Hann smakkaðist ágætlega þrátt fyrir framandi innihald. :p

Hilsen,
Slavo

Wednesday, November 23, 2005

ISS...!!!!

Ég skil ekki af hverju ég hef þessa gríðarlegu þörf til að blogga eins og allir aðrir sem ég þekki. Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að ég væri enginn sauður og fullkomlega fær um að vera EKKI eins og allir hinir... Skjátlaðist mér gríðarlega eða er athyglissýkin, sem er búin að vera niðurbæld síðan fyrir gelgju, að brjótast upp á yfirborðið..?? Maður veit ekki... Snúið mál... Snúið mál...
Annað í fréttum:
  • Síðasta skólavikan hálfnuð, tons (og þá meina ég TONS) af verkefnum til að skila, prófum til að taka, rottutilraunum í sálfræði að gera. Svooooo gaman.
  • Beltapróf á eftir. Ég þarf að standa fremst og sýna próftökum hvurnig skal fara að. Mér finnst það hundleiðinlegt en samt ágætt, mér finnst ég vera mikilvæg heiminum (þó aðallega Taekwondo-deild ÍR) þegar ég er beðin um svona hluti.
  • Uppskeruhátíð á laugardaginn..!!!! Girly-coctails hjá Krissu á undan...!!!! Jóhanna og Ólöf ætla að gera mig sæta...!!!! Hlakka mikið til..!!!
  • Vinna um helgina.
  • Læra um helgina.
  • Sofa um helgina.

Ágætis plan, no?

Hilsen

commenting and trackback have been added to this blog.