Bravo Slavo

Wednesday, February 28, 2007

Update:
  • Það var ekki kveðjupartý hjá Kötlu síðasta föstudag þar sem kjéllingin lenti á spítala með samfallið lunga, í annað sinn..!
    Partýið verður núna á föstudaginn í staðinn... :)
  • Það var ekki grímuball hjá ÍR á laugardaginn síðasta... :S Ég fór hinsvegar bara á árshátíð hjá Snæland Video í staðinn... :) Það var alveg ágætt en ég hefði nú frekar viljað grímuballið samt...
  • Innanfélagsmót hjá barnahóp á morgun, ég verð poomse dómari...
  • Annars er allt á áætlun... :)

Tuesday, February 20, 2007

Punktablogg:
  • Ég kom heim á fimmtudaginn.
  • Um helgina voru æfingabúðir með Grandmaster Cho. Það voru góðar æfingabúðir..!!! Kjellinn orðinn 55 ára og ennþá í fantaformi. Svo er hann bara einn sá besti TKD-þjálfarinn... :)
  • Ég er að breyta herberginu mínu... Loksins, búin að langa til að breyta því síðan ég var 14 ára... :)
  • Beltapróf hjá ÍR-TKD á fimmtudaginn...
  • Kveðjupartý hjá Kötlu á föstudaginn, þar sem hún er að stinga af til Frakklands... :)
  • Hugsanlegt grímuball hjá ÍR-TKD á laugardaginn...
  • Vinna í næstu viku...
  • Incubus tónleikar 3.mars...
  • Flug til Noregs klukkan 7:45 sunnudaginn 4.mars...
  • Kórea frá 13.mars - 1. apríl...!!!!!! :P
Fullt í gangi... :P

Hilsen,
Slavo

Sunday, February 11, 2007

Þá er minnsalings kominn með gult belti í gyung dang... :)
Prófið gekk bara ágætlega...
Ég gerði samt einhverjar stress-klúðurs-villur...
En ég kenni því um að fyrir framan mig sátu 2 menn sem störðu á mig...

4 dagar í heimferð....

Sjibbýkóla..

Wednesday, February 07, 2007

Jamm, þá er koreansk weekend liðin...
Og hún var bara nokkuð skemmtileg:

Á föstudeginum var æfing með GM Cho.

Á laugardeginum hélt MAZ (Martial art og Zen) keppni í poomse og sparring fyrir alla í skólanum. Það voru fjögur lið og allir áttu að klæða sig í búninga og semja poomse sem líktist ekki neinu poomse í TKD eða karate o.s..frv. Sama gilti um sparring, þar áttu menn að skapa sinn eigin stíl.

Ég var coach. Mitt lið ákvað að klæða sig sem dúfur (2 meðlimir liðsins áttu nebbla samanlagt 4 dúfuhatta sem þeir pöntuðu á netinu.... WHAT??? ) Svo var zombie-lið, freak show-lið og barna-lið... Frekar interesting og ekkert smá gaman...!!! :D

Um kvöldið héldum við síðan sýningu... Tókum smá Taegyun, Gyung Dang og Taekwondo.
Svo var góóóóður kóreskur matur í kvöldmat...

Fyrir hádegi á sunnudeginum var síðan önnur æfing með GM Cho.

Eftirmiðdeginum eyddi ég í EFN 303... Það var ekki skemmtilegt. Held að ég sé bara frekar fegin að hafa ekki tekið þennan áfanga... ;)

Ég fer í beltapróf í Gyung Dang um helgina...
Hinir í bekknum fara í það 16. febrúar.. Ég verð hinsvegar ekki í Norge þá og fæ að taka prófið fyrr...
I love being a teacher’s pet...

Hilsen,
Slavo