Bravo Slavo

Wednesday, April 11, 2007

Ferðasaga...

Við lögðum af stað frá skólanum þann 13. mars klukkan 9:00.

Flugið til Moskvu var klukkan 12:00 frá Gardemoen, það tók 2,5 tíma.
Við flugum með rússneska flugfélaginu Aeroflot.
Aeroflot notar gamlar flugvélar, allt innvolsið í þeim hristist þegar farið er á loft, það ískrar stanslaust í öllu og þetta er bara overall þvílíkt glatað flugfélag. Það var að vísu ekkert mál að fljúga með þeim í tæpa 3 tíma en þegar það kom að því að fljúga frá Moskvu til Incheon í 8 tíma þá finnur maður fyrir því að sætin eru ömurleg (verri en venjulega) og að það er ekkert sjónvarp. Í fyrra flugu þau með Korean Air og þá gátu þau valið um fullt af bíómyndum, spilað tölvuleiki og látið tímann líða í staðinn fyrir að sitja bara og rotna með Aeroflot...

Morguninn 14. mars komum við til Kóreu. Þá tók við 6 tíma rútuferð til Golgulsa, það er eina musterið í Kóreu sem kennir ennþá bardagalistir.
Þar vorum við í 4 daga. Prógrammið var svohljóðandi:

  • Klukkan 4:00 : Vakna
  • Klukkan 4:30 : Morgunbæn
  • Klukkan 5:00 : Sitjandi hugleiðsla
  • Klukkan 5:30 : Gangandi hugleiðsla
  • Klukkan 7:00 : Morgunmatur
  • Klukkan 8:30 : Sonmudo- æfing
  • Klukkan 10:30 : 108 hneigingar til heiðurs Búdda.
  • Klukkan 11:30 : Hádegismatur
  • Klukkan 14:00 : Sonmudo æfing
  • Klukkan 17:20 : Kvöldmatur
  • Klukkan 19:00 : Kvöldbæn
  • Klukkan 19:30 : Æfing
  • Klukkan 22:00 : Sofa..!

Þetta voru svakalega þreytandi en brjálað skemmtilegir 4 dagar.. :) Það hittist þannig á að akkúrat þegar við vorum í Golgulsa voru einhverjir náungar að gera eitthvað heimildar-segment um musterið. Þeim fannst við alveg öbbosens spennandi og þess vegna vorum við með myndavélar í fésinu 24/7... Það skemmdi dáldið fyrir.

Eftir dvölina í Golgulsa var ferðinni heitið til landsþorps sem er frægt fyrir grímudans. Þar vorum við í einn dag og náðum aðeins að hlaða batteríin.. :)

Næst fórum við til Master Lim, stofnanda 24 Myu Ban (sverðasystemið sem við æfum eftir).
Við fengum reyndar ekkert að æfa með Master Lim þar sem að hann er orðinn svakalega gamall. Við byrjuðum daginn á því að vakna klukkan hálfsex og ganga uppá fjall, eftir það var klukkutíma æfing, síðan morgunmatur svo 2 klukkutíma æfing. Við fengum síðan smá breik fyrir hádegismat og svo var ein æfing í viðbót klukkan 3 eftir hádegi. Við vorum í einn dag hjá Master Lim.

Síðan var það tónlistarskólinn, þar vorum við í 4 daga. Þar var ansi stíft en skemmtilegt prógram:

  • Klukkan 6:30 : Hwalbup
  • Klukkan 8:00 : Morgunmatur
  • Klukkan 10:00 : Trommur
  • Klukkan 12:00 : Hádegismatur
  • Klukkan 13:30 : Söngur/sightseeing/grímudans
  • Klukkan 18:30 : Kvöldmatur

Það var ekkert smá gaman að læra aðeins að spila á þessar kóresku trommur, það er samt miklu miklu flóknara en ég bjóst við, svo var æðislegt að fá smá hwalbup til að lappa uppá kroppinn eftir æfingarnar.. :)
Það voru líka allir svoooo indælir við okkur þarna, þau gáfu okkur meiraðsegja kornflex í morgunmat og steiktu egg oní 20 manns. Við fengum án efa laaangbesta matinn þar.. :D

Næst á dagskrá var Cheon An. Þar æfðum við hjá meistaranum hans JongSung (hann er meistarinn okkar í Gyung Dang). Það voru 2 æfingar á dag, hvor um sig í 2 tíma.
Á morgunæfingum var kóreskt kendó og svo var sverða-grunntækni eftir hádegi, sem kallast dobop.
Það var mjög fínt að vera þarna í Cheon An þar sem að það var mikill frítími, þá fékk maður tækifæri til að labba aðeins um og skoða menninguna. Og versla auðvitað.. :D

Eftir Cheon An var ferðinni heitið til Seoul. þar eyddum við 5 dögum í chill. Það var kærkomið frí eftir allt þetta prógram sem á undan var gengið. Ég var alltaf sofnuð uppúr 11 á kvöldin þar sem að ég var uppgefin eftir daginn, það þurfti ekki mikið til... :)
Annars fórum við á hina og þessa markaði, fengum okkur morgunmat á Dunkin' Donuts, fórum í bíó, risastórar 10 hæða verslanamiðstöðvar og löbbuðum um Seoul og tókum metró-ið út um allt eins og alvöru heimsborgarar... :D

Eftir einhverja 5 daga í Seoul var komið að heimferð, með Aeroflot...!!!
Það tók 10 tíma í þetta sinnið frá Incheon til Moskvu... :( Það var hræðilegt...
Svo þurftum við að bíða í einn og hálfan tíma á Gardemoen eftir leigubílnum sem við vorum búin að panta..! Það var ekki vel þegið eftir að vera búin að ferðast í einhverja 24 tíma... :S

Ferðin var ekkert smá æðisleg og það er fullt af smáatriðum sem ég nenni ekki að setja hérna inn... En þetta er svona pretty much the gist.. :)

Ha' det,
Hulda Heimsborgari..