Bravo Slavo

Tuesday, December 27, 2005

Jólin... Lalala....

Jæja... Þá eru jólin búin... Eða það sem ég skilgreini sem jólin(aðfangadagur, jóladagur og annar í júlem)... Ég þarf samt ekki að mæta í vinnu fyrren á föstudaginn... Það er svooo ótrúlega skrítið og mannskemmandi að gera ekki neitt... Þess vegna ætla ég í IKEA í dag og finna mér nýtt og skemmtilegt dót í herbergið mitt... Ég þoli ekki þessa gígantísku hillusamstæðu sem tekur allt plássið... Anywho þá fékk ég fartölvu í jólagjöf frá mömmens og pabbens... :D Það var hápunkturinn... (að frátaldri gjöfinni frá Skúla... Turtles-sokkar eru bara æði...!!!)

Hilsen,
Slavo

Monday, December 19, 2005

Gúlp...

Sótti einkunnir í dag...
Vil helst ekki minnast á það...
Tókst samt að fá sálfræðikennarann til að fara aftur yfir prófið mitt og þá fæ ég hugsanlega þessa 10 sem ég á skilið...
Nenni samt ekki að pæla í því...
Ég hef lokið 120 einingum...
Ég útskrifast í vor...
Sjibbýkóla...

Hilsen,
Slavo

Skil ekki þessa enter-dellu í mér... Afsakið...

Friday, December 16, 2005

6/6...Prófin búin..Prófin búin..

Sjibbíkóla... Prófunum er lokið..!!! Þetta gekk nú allt bara svona sæmó.... 4 tíur ef ég er heppin.... Annars bara ein eða jafnvel engin... Maður veit aldrei hvað þessir kennarar eru að pæla þegar þeir reikna út lokaeinkunnina manns... Eeeeeen það kemur allt í ljós á mánudaginn....
Ég er að vinna til 22 alla daga fram að jólum (nema á mánudaginn næsta, þá er uppskeruhátíð upp í ÍR og þangað verð ég að mæta)
Afmælisveisla á laugardaginn....
Gaman gaman....
Hinsvegar eru bara 8 dagar til jóla og ég á eftir að kaupa og gera ALLT...!!! Obbosí... Sumir verða á síðustu stundu....
Ég er samt að hugsa um að mótmæla öllu þessu jólastressi, gefa engum gjafir og fara snemma að sofa á aðfangadag...
Svona uppúr 6 eftir hádegi...
Það er góður tími...
Þá losna ég við þetta allt....

Hilsen,
Slavo

Thursday, December 08, 2005

In case you want to know....

Þetta er svona jafnkjánalegt og klukkið... Eeeeen minns er forvitinn... Svo gjössove..!!
Settu nafnið þitt í comment og..
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4. Ég segi þér eitthvað sem meikar bara sens fyrir mig og þig
5. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
6. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
7. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
8. Ef þú lest þetta þá verðuru að setja þetta á bloggið þitt..!!

Hilsen,
Slavo

Ennþá 3/6... URG..

Af hverju er ég ekki að læra fyrir spænskuprófið..??!! Ég er léleg í spænsku..!! Þarf að læra. Er ekki að því... Strange, very strange indeed... :D

Hilsen,
Slavo

Wednesday, December 07, 2005

3/6

Já... 3 búin 3 eftir. Búin að stúta sálfræði og líffræði held ég.. (gæli við tíurnar as we speek)... :D Stærðfræðin var hinsvegar mjöööööög skrautleg, vægast sagt..! Ég VERÐ að ná níu...Annars líður mér illa.. :S Það eru 3 áttur á námsferlinum mínum og þær verða ekki fleiri..!!!

Hilsen,
Slavo

Thursday, December 01, 2005

Samræmt stúdentspróf.... Asnar..!!!

Rétt áðan þá skilaði ég inn auðu samræmdu stúdentsprófi í ensku. Ég er merkilega sátt við það. Ég mætti í prófið klukkan 8:40 með alveg þvílíkan hnút í maganum og gjörsamlega út á túni, var ekkert búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera. En svo tók róttæklingurinn í mér völdin og neitaði að svara prófinu... (á svarheftið sko... ég krotaði allsvakalega í spurningaheftið. Aðallega til að pirra þann sem fær það í hendurnar. "Spurningaheftið er eign námsmatsstofnunnar"... Who cares..!!!) Ég fæ örugglega hálfan fyrir að mæta og skrifa nafnið mitt. Það er ágætt. Vonum svo bara að þessir asnar átti sig á villu síns vegar, afnemi þessi próf og ég þurfi ekki að taka 6 annarpróf (EFN 203, EFN313, EÐL103, LÍF213, LÍF113, STÆ313) og 2 stúdentspróf (ÍSL & ENS) á hinni langþráðu útskriftarönn. :S Það verður ömurlegt..!!!

Hilsen,
Slavo