Bravo Slavo

Tuesday, August 29, 2006

já,
Núna er ég búin að vera í u.þ.b 3 daga í Noregi...
Ég var búin að gleyma hvað ég skil EKKERT í norsku... :S
Að tala ekki norsku er eitt, en að skilja ekki nokkurn skapað hlut er ALLT annað...
Ég hef samt ekki miklar áhyggjur af þessu sko, ég verð orðin harður norðmaður eftir nokkrar vikur... :)

Ég er búin að fara á tvær æfingar á jafnmörgum dögum, ég er með harðsperrur út um allt sökum þess að hafa ekki gert neitt í mánuð... :S
En það er samt oftast æðislegt að vera með harðsperrur, þá er maður að gera eitthvað af viti... :D

Ég er búin að sitja á trilljón fundum um hitt og þetta á þessum tveimur dögum...
Sumt skil ég, sumt ekki...

Ég valdi 5 valfög í dag...
kóresku, sverðabardaga, líkams-teikningu, eitthvað námskeið með kóreska gaurnum sem ég man ekki hvað heitir og kóreskt tai chi... :P
Þetta eru allt fyrstu valkostir en svo þurfti maður líka að velja varafög...
Minnsalings langar samt laaaangmest í þessi fög...

Ég er búin að eignast nokkra kunningja hérna, myndi ekki beint kalla þá vini mína þar sem erfitt er að spjalla við þá, nema þegar þeir gera sér ferð og tala við mig eina á ensku...
Ég get ekki verið í hóp þar sem allir tala norsku þar sem ég skil ekki rassgat..! :P

Herbergið mitt er ágætt, nema litasamsetningin er alveg út úr kú og það eru göt á veggnum hjá vaskinum, einsog einhver hafi komið OF æstur heim af æfingu... :)

Og nenniði svo að kommenta ef einhverjir eru að þvælast inná þessa síðu, ég nenni ekki að vera bloggönd ef enginn er að lesa...!

SHRN,
Norski Slavo

Wednesday, August 23, 2006

Í dag er miðvikudagur...
Ég fer til úgglandanna á sunnudaginn...!!!!!

Svakalega líður tíminn...

SHRN,
Slavo

Tuesday, August 15, 2006

Tvær vikur...!
Tvær vikur...!
Tvær vikur...!

Ef það hefur farið framhjá einhverjum, þá fer ég til Noregs eftir tvær vikur...
Vildi bara minna á það...
Þetta er sá tími sem þið hafið til að koma öllum kveðjugjöfunum til mín... :D
Annars er ég nýkomin frá Englandi, fór með fjölskyldunni í siglingu um einhver síki um Stoke-on-Trent...
Mér fannst ekki gaman...
Ég var sjóveik allan tímann og svaf að meðaltali um 15 tíma á dag... :S

Ég fékk hinsvegar að fara til Liverpool..!!!!
Og tvisvar meiraðsegja... :P
Fórum í fyrsta skiptið laugardaginn eftir að við fórum út og fórum þá í skoðunarferð um Anfield...
Fengum að fara inní búningsklefa og skoða treyjur leikmanna og svo fengum við að sitja á þeim stað í stúkunni sem þjálfarar og mikilmenni sitja... :P
Það var töff..!

Við máttum hinsvegar ekki fara út á völlinn, það er víst hægt að kæra mann ef maður gerir það...
Þeir geta líka kært mann fyrir að fara of nálægt vellinum án réttmætrar fylgdar...
Creizíness...

Svoooooo gaman í Liverpool...
Rákumst líka á tvær kringlur þar og þá var verslað... :D
Fékk flog í Virgin megastore og keypti ógisslega mikið af dvd myndum... (tókst að gleyma 3 þeirra í bátnum, ein af þeim er btw snilldarmyndin Zoolander..!)

Fékk loooooksins diska með The Cocteau Twins :)
OG gleymdi þeim í bátnum..!! :S
Ég tel hæpið að ég fái þetta dót aftur... :'(
Ekki gaman, ekki gaman...

SHRN,
Slavo