Bravo Slavo

Monday, December 25, 2006

Ég er búin að vera heima í 10 daga...
Ég hef bara ekkert mátt vera að því að blogga...
Er að vinna í tveim vinnum til að geta borgað Kóreuferðina, sem ég fer í frá 12. mars til 04. apríl næstkomandi... :P
Ég er alveg farin að hlakka til sko...
Förum á sex mismunandi staði, m.a í Sonmudo-musteri og hefðbundinn kóreskan tónlistarskóla.
Ég er viss um að það verður æði... :D

Ég var að reikna út hversu miklu ég mun eyða samtals í flugmiða frá Íslandi til Noregs á skólaárinu 2006/2007.
Það eru ca. 120.000...!!!!
Þess vegna var mér gefinn flugmiði í jólagjöf... :)

Fékk líka nýja hermannaskó... Þar sem ég er búin að ganga hina í rúst...
Fékk margt annað skemmtilegt í jólagjöf...
Alltaf gaman að fá gjafir... :)

Á morgun:
Bandí...
Jólamatur hjá Oddu...
Jólamatur hjá Ömmu...

Miðvikudagur:
Vinna...

Fimmtudagur:
Vinna...

Föstudagur:
Vinna...

Laugardagur:
Vinna...

Sunnudagur:
Vinna...

Mánudagur:
Vinna...

Þriðjudagur:
?

Miðvikudagur:
?

Fimmtudagur:
Fara aftur til úgglandanna... :D

Hilsen,
Slavo

Friday, December 15, 2006

Ég er komin heim...!!!!

Thursday, December 07, 2006

  • Á mánudaginn hélt ég fyrirlestum um verkefnð mitt... Á norsku...!!!! Það var hræðilegt. Mér hefur aldrei liðið jafn illa, verið jafn taugaóstyrk og full af sjálfsfyrirlitningu... :S En fólk skildi mig... Mér er ómögulegt að skilja hvernig, því ég skildi mig varla...
  • Í gær var beltapróf hjá skólanum og klúbbnum sem æfir hérna í Brandbu... Ég fékk að vera prófdómari... :)
  • Prófið byrjaði klukkan 6:45 og var búið um 9:30... Þetta var með þeim stystu beltaprófum sem ég hef séð/tekið/dæmt... Og svo fannst Jon Lennart og Master Sletten að þetta hefði verið obbosens langt próf... Ég man að við kláruðum einu sinni beltapróf uppi í ÍR korteri áður en American Style lokaði... Þeir loka hálf tólf...!!!
  • Í dag eru 8 dagar þar til ég fer heim...
  • Á morgun: Vinterleirj...

Lalalalala,
Slavo