Bravo Slavo

Friday, September 15, 2006

jæja,
þá er maður kominn aftur í siðmenninguna, a.k.a Brandbu, Norway... :P

Þetta var bara í heildina frekar skemmtileg ferð...
ég ætla að blogga um hana á puntaformi:
  • það tók 5 tíma að komast í skálana...
  • Þeir voru allsvakalega hátt uppi í einhverju fjalli, og maður var smá spooked í rútunni þangað uppeftir þarsem mig grunar að rútubilstjórinn hafi verið með útrunnið ökuskírteini...!
  • Við fengum rosalega fínan skála...
  • Fyrsta daginn gengum við uppá fjall, 1450 metrar...
  • Næsta daginn gengum við 7,7 kílómetra að Peer Gynt Hytte (Það eru kofar sem eru hlaðnir úr mjóum steinum) og 7,7 kílómetra til baka að Putten Sæter, þar sem við gistum...
  • Þriðja daginn mátti maður velja um styttri eða lengri göngur... Ég valdi að fara að sofa þar sem vinstra hnéð á mér ákvað að gefast upp daginn áður... :S
  • Haldnar voru tvær keppnir nemendum til skemmtunar... MAZ (Martial Arts & Zen) vann þær báðar...!
Á morgun er ferðinni heitið til Osló...
Til að eyða peningum... :D

Ef ykkur langar þá megið þið endilega senda mér póst, þó það sé ekki nema eitthvað íslenskt að lesa :) , það er leiðinlegt að vera sú eina hérna sem fær aldrei bréf... :S

Hulda Rún Jónsdóttir
Vestoppland Folkehøgskole
2760 Brandbu
Norge

jájá,
Norski Slavo

0 Comments:

Post a Comment

<< Home