Bravo Slavo

Sunday, August 12, 2007

* Ég fór til Akureyrar um verslunarmannahelgina, það var gaman... Ferðafélagar voru Árdís, Katla og Ingrid. Svo var Gugga auðvitað með okkur þarna í anda... :P
* Við gistum hjá Óla og Óla, bróður og frænda Árdísar. Þeir eru hressir gaurar...
Við vorum svona 90% tímans bara inni að horfa á sjónvarpið og blanda allskonar drasli út í romm í blandaranum sem ég fékk lánaðan hjá frænku minni... :P
* Skólamál eru ekki enn komin á hreint... Þessi Jón Guðmar Jónsson sem ræður þessu er greinilega mjög hrifinn af löngum sumarfríum... Eitthvað var þó minnst á næstu viku þegar ég hringdi í þau á fimmtudaginn...
* Annars er ég bara í tómu tjóni...

1 Comments:

At 11:48 AM, Blogger Unknown said...

Þið eruð eitilharðar skvísur finnst mér einsog verstu rútar bara með romm og læti. Ég fæ að fara í samfloti að ári ef eitthvað verður farið. Er náttla enn soddan bæjarrotta.

Það má nú ekki seinna vera að það verði leyst úr þessum skólamálum, fer hann ekki að byrja uppúr næstu viku? Mikill endemis hægagangur er á fólki, hverskonar silakeppir eru þetta eiginlega.

 

Post a Comment

<< Home