Bravo Slavo

Monday, January 30, 2006

Þetta er glatað, alveg glatað... Ég læri og læri til að vinna upp það sem ég missti af en þá setja kennararnir bara meiri heimavinnu fyrir... :S Skilja merðirnir ekki að ég hef nóg annað að gera...??? :P
Uuuurggg... Rútinan er að verða þreytandi og bara búnar, hvað?, 3 vikur af skólanum...
Er einhver tilbúin að sitja tölfræði-áfangann minn fyrir mig...?? Sá hinn sami fær sleikjó...?? :D

Hilsen,
Slavo

Thursday, January 26, 2006

Það er bilun hversu langt ég er komin afturúr... Og ég missti bara af tveim dögum í skólanum...!!! Ég er ekki að meika þetta... Tölfræði er svoooooo leiðinleg...!!!

Hilsen,
Slavo

Monday, January 23, 2006

Jæja... Þá er norðurlandamótið búið... :S Lítið var um stórafrek... Hjá mér allavega... Íslenska liðið fékk samtals 3 silfur og 2 brons... Alveg ágætt bara... Næst verður það meira... Næst verða það ALLAR medalíur sem hægt er að vinna og engin vitleysa... Það verður byrjað að æfa fyrir NM 2007 í næstu viku...!!!
Annars var þetta roooosalega þreytandi ferð...
Ástæðan fyrir því er sú að Danir kunna ekkert á snjó. Þeir kunna ekkert á snjó, kulda eða ís og neyðast til að loka brúm milli eyja og flugumferð til og frá Kastrup ef það gerir smá frost...
Þetta var akkúrat það sem gerðist, akkúrat þessa helgi, akkúrat núna...
Brúin sem við þurftum að komast yfir var lokuð og all í rugli... Það endaði svo að við biðum á einhverri Q8 bensínstöð með fullt af fullum vörubílstjórum í 8 tíma og vonuðum öll af heilum hug að brúin myndi opna...
En hún gerði það ekki... :(
Þannig að við keyrðum af stað og ætluðum að finna hótel til að lúlla á áður en við tækjum ferju til Árósa klukkan hálf níu morguninn eftir... En heppnin elti okkur og ekkert hótel var laust... Þannig að við sváfum í bílunum, fremst í röðinni í ferjuna...
Hafið þið einhverntíman prufað að sofa í Wolkswagen transporter sem er pakkfullur af fólki og dóti...??? Mæli EKKI með því... :S
Síðan lentum við í því að strax og við mættum í höllina var nafnið mitt kallað upp og ég átti að fara að keppa barasta strax... En þar sem danir eru gott fólk var ég færð aftast í röðina í hópnum og fékk tíma til að ná andanum...
Mér gekk ekki vel á þessu móti og kenni ég svefnleysi og annarri óreglu um... :P
En NM 2007...!!!
Það er tíminn...

(Þessi saga er í rauninni aðeins öggupínulítið flóknari og leiðinlegri... Ef þið viljið fá þá útgáfu þá getiði bara hringt í mig eða hitt mig á förnum vegi...)

Hilsen,
Slavo

Wednesday, January 18, 2006

Miðvikudagur... Miðvikudagur... Miðvikudagur... Er ekki alveg örugglega miðvikudagur í dag...?? :P Ég fer út á föstudaginn... Það er svooooo stutt þangað til, einhvernveginn fannst mér ég hafa meiri tíma... :/ En ég hlakka samt til... Alltaf gaman að fara til úglandanna... :D

Ég þoli ekki hvað það er slítandi að vera í skóla... Þetta er þriðja skólavikan og ég er farin að þurfa að blunda á daginn því að ég er svo uppgefin... Það er miklu betra að vera í skóla en að vera að vinna, allt öðruvísi. Það er samt gíðarlega slítandi að nota heilann aaaalveg frá átta á morgnana til 4 á daginn.... :D

Ég var að átta mig á því að ég er alltof lítill pælari til að vera góður bloggari... Ef þið viljið slá fram einhverju sem verður efni í góðar pælingar þá er ég ekkert nema eyrun... :)

Hilsen,
Slavo

Saturday, January 14, 2006

...8 dagar í Norðurlandamót...
...7 dagar í Norðurlandamót...
...6 dagar í Norðurlandamót... :/
Nei nei, ég er ekkert stressuð.... :p

Hilsen,
Slavo

Wednesday, January 11, 2006

...9 dagar í Norðurlandamót... :/

Tuesday, January 10, 2006

...10 dagar í Norðurlandamót..!!
Æfa, æfa, æfa og æfa síðan aðeins meira... :)
Takmarkið er að verða bestur... Held ég... :/
Svo er ég búin að ná mér í einhverja ógeðspest til að toppa allt... Ég þoli ekki svona smápestir einhverjar... Maður er svooo ömurlega hálfveikur, best að verða bara sjúkt mikð veikur í svona tvo daga eða yfir helgi og verða svo hinn hressasti... En, neeeeiiii... Maður þarf að vera stíflaður og þreyttur í tvær heilar vikur or sum... Me hates it...! :p

Hilsen,
Slavo

Friday, January 06, 2006

Skóliskóliskóliskóliskóli... Þið þekkið þetta... :)
Mætamætamætamæta... :D

Hilsen,
Slavo

Monday, January 02, 2006

Vörutalning... Who's idea..??

Vörutalningar eru bara leiðinlegar... Ég held að ég sé bráðlega að fara að fá ofnæmi fyrir þeim og get ALDREI mætt framar í vörutalningu... :P Kannski ég reyni að fá mér vinnu við eitthvað sem krefst þess ekki að ég þurfi að telja niðursuðudósir og skóflur tvisvar á ári...??? :D Eða hætti að væla...??? Er það ekki auðveldara...??? Ég held það bara... :)

Hilsen,
Slavo

Sunday, January 01, 2006

Árið er liðið.... Apparently...

Gleðilegt ár..!!! (þið allir fimm sem leggið leið ykkar hingað :D)
Ég hef aldrei skilið þetta miklu húllumhæ sem eru áramótin... Árið er búið...!! Mikið rétt...!! Þarf maður þá að skjóta upp flugeldum og vera eitthvað úúúber-glaður...?? Það finnst mér ekki... Ágætt að vera glaður ef maður er glaður akkúrat þá... En maður á ekki að þröngva sér í gott skap BARA af því það eru áramót... :/ Vá... Hvað ég er mikill skröggur... Kannski ætti ég að setja áramóteheit og reyna að njóta hátíðanna meira á komandi ári...?? Maske... Eða fæ mér vinnu á spítala or sum og tek allar mögulegar hátíðavaktir... Hmmm....??? :D

Hilsen,
SLavo