Bravo Slavo

Sunday, January 01, 2006

Árið er liðið.... Apparently...

Gleðilegt ár..!!! (þið allir fimm sem leggið leið ykkar hingað :D)
Ég hef aldrei skilið þetta miklu húllumhæ sem eru áramótin... Árið er búið...!! Mikið rétt...!! Þarf maður þá að skjóta upp flugeldum og vera eitthvað úúúber-glaður...?? Það finnst mér ekki... Ágætt að vera glaður ef maður er glaður akkúrat þá... En maður á ekki að þröngva sér í gott skap BARA af því það eru áramót... :/ Vá... Hvað ég er mikill skröggur... Kannski ætti ég að setja áramóteheit og reyna að njóta hátíðanna meira á komandi ári...?? Maske... Eða fæ mér vinnu á spítala or sum og tek allar mögulegar hátíðavaktir... Hmmm....??? :D

Hilsen,
SLavo

10 Comments:

At 4:10 PM, Anonymous Anonymous said...

Gleðilegt ár fýlupúki ;)

Best að er að hugsa um áramótin sem nýja byrjun. s.s. grafa það slæma af fyrra ári og lofa sjálfum sér að það gerist ekki aftur. og að horfa fram á veg með björtum augum hugsandi til þess að það eru enn fullt af hlutum sem þú getur klúðrar a nýju ári hehe.

from the kick in the butt department!

 
At 3:36 AM, Blogger Hulda R. Jónsdóttir said...

En ef ég gerði ekkert slæmt...??? Og svo klúðra ég ekki málunum... Við skulum bara hafa það ALVEG á hreinu... :D Annars bara gleðilegt ár.. :D Þó ég sé fýlupúki þá vil ég það innilega að vinir mínir hafi gaman á nýju ári...

Hilsen,
Slavo

 
At 6:15 AM, Anonymous Anonymous said...

Æji ef hópþrýstingur hefur þau áhrif að einhverjum tekst að komast í gott skap er það þá ekki bara ágætismál? Ég væri sjálf ekkert spennt fyrir hátíðarnar ef ekki væri fyrir matin, gjafirnar og fríið... :D

En já ég er búin að klúðra nóg síðasta ár og ætla að reyna að hindra að klúðra meira í bili!

 
At 8:27 AM, Blogger Ella said...

Ég verð að viðurkenna að ég er mjög svo sammála þér Slavo varðandi Gamlárskvöld. Það var til dæmis miklu skemmtilegra hjá mér kvöldið áður heldur en sjálft kvöld allra kvölda. Ég einmitt kíkti í bæinn, fór út að borða, hitti vini mína, fór á alla skemmtistaði og búllur (allt opið) og fékk strax leigubíl heim. En er þetta gerlegt á Gamlárskvöldi....ónei. Þá fer maður náttúrulega í partý, sem er bara nokkuð gaman, en að komast þangað og koma sér aftur heim er ekki gerlegt. Svo eru líka alltaf þessar djöfulsins væntingar um að allt eigi að vera svo miklu skemmtilegra á Gamlárskvöld, þær nefnilega skemma allt saman. Ég hugsa heldur ekki um áramótin sem nýja byrjun...........finnst það svo þunglyndislegt.............veistu hvað er erfitt að breyta sjálfum sér. Jæja, nóg komið í bili, sjáumst í sundi.

 
At 3:44 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég viðurkenni alveg að kvöldið fyrir gamlársdag var mun skemmtilegra en gamlárskvöldið sjálft. Hef sjaldan skemmt mér eins vel :)
En undanfarin ár hefur tekist mun betur til á gamlárskveldi en nú.
Well svona er þetta þegar maður lætur aðra um að skipuleggja áramótapartý :p

 
At 7:05 PM, Blogger Hulda R. Jónsdóttir said...

Nei... Maður á nebbla ekki að láta hópþrýstinginn buga sig... Því þá ertu ekki glaður af því ÞÚ ert glaður heldur vegna þess að allir aðrir eru glaðir... Það er ekki gott mál.. Ég er allsvaaaaaakalega á móti hópþrýstingi... :D

Gamlárskvöld er svooo sannarlega ofmetið, Ella mín.. :)

Jæja, Jóalings... Þú heldur þá bara kickass áramótapartý fyrir okkur ÍR-ingana næst til að tryggja að allir skemmti sér konunglega... :D

Hilsen,
Slavo

 
At 2:01 PM, Anonymous Anonymous said...

Áramótin eru alveg fín. Það gefur manni afsökun til þess að drekka sig fullan og það sem mikilvægara er, ég fæ afsökun til þess að vera með hattin minn :D

 
At 2:58 AM, Blogger Hulda R. Jónsdóttir said...

Það er ekkert að því að ganga með þennan hatt hversdags... :D Hann er svoooooo flottur... :)
Gangi þér vel í skólanum, tík..!!!

Hilsen,
Slavo

 
At 1:17 PM, Anonymous Anonymous said...

takk sömuleiðis :D
ég þarf að breita stundartöfluni því að ég er bara í einum tíma á bæði fimmtu og föstudögum :p

 
At 9:31 AM, Anonymous Anonymous said...

Ohh ég elska áramótin!!! Ég verð alltaf jafn ótrúlega upphrifin af allri ljósadýrðinni. Það að drekka áfengi í áramótapartýi er gaman en ekki aðalatriðið fyrir mér, ég er bara svo hamingjusöm á gamlárskvöld, þetta er uppáhalds hátíðin mín :D

 

Post a Comment

<< Home