Bravo Slavo

Monday, January 23, 2006

Jæja... Þá er norðurlandamótið búið... :S Lítið var um stórafrek... Hjá mér allavega... Íslenska liðið fékk samtals 3 silfur og 2 brons... Alveg ágætt bara... Næst verður það meira... Næst verða það ALLAR medalíur sem hægt er að vinna og engin vitleysa... Það verður byrjað að æfa fyrir NM 2007 í næstu viku...!!!
Annars var þetta roooosalega þreytandi ferð...
Ástæðan fyrir því er sú að Danir kunna ekkert á snjó. Þeir kunna ekkert á snjó, kulda eða ís og neyðast til að loka brúm milli eyja og flugumferð til og frá Kastrup ef það gerir smá frost...
Þetta var akkúrat það sem gerðist, akkúrat þessa helgi, akkúrat núna...
Brúin sem við þurftum að komast yfir var lokuð og all í rugli... Það endaði svo að við biðum á einhverri Q8 bensínstöð með fullt af fullum vörubílstjórum í 8 tíma og vonuðum öll af heilum hug að brúin myndi opna...
En hún gerði það ekki... :(
Þannig að við keyrðum af stað og ætluðum að finna hótel til að lúlla á áður en við tækjum ferju til Árósa klukkan hálf níu morguninn eftir... En heppnin elti okkur og ekkert hótel var laust... Þannig að við sváfum í bílunum, fremst í röðinni í ferjuna...
Hafið þið einhverntíman prufað að sofa í Wolkswagen transporter sem er pakkfullur af fólki og dóti...??? Mæli EKKI með því... :S
Síðan lentum við í því að strax og við mættum í höllina var nafnið mitt kallað upp og ég átti að fara að keppa barasta strax... En þar sem danir eru gott fólk var ég færð aftast í röðina í hópnum og fékk tíma til að ná andanum...
Mér gekk ekki vel á þessu móti og kenni ég svefnleysi og annarri óreglu um... :P
En NM 2007...!!!
Það er tíminn...

(Þessi saga er í rauninni aðeins öggupínulítið flóknari og leiðinlegri... Ef þið viljið fá þá útgáfu þá getiði bara hringt í mig eða hitt mig á förnum vegi...)

Hilsen,
Slavo

0 Comments:

Post a Comment

<< Home