Bravo Slavo

Monday, January 22, 2007

Norðurlandamótið er búið...
Mér gekk betur en í fyrra...
En komst ekki í úrslit...

Ég fékk allavega að fara til nýs lands...
NM var að þessu snni haldið í Stokkhólmi...
( Ég fékk far yfir með norska landsliðinu...
Á föstudaginn var ég í tæpa 11 tíma í rútu, á laugardaginn eyddi ég svo tæpum 10 tímum á mótstað og svo eyddi aftur tæpum 11 tímum í rútu aftur til Norge á sunnudeginum...
Í dag er ég frekar þreytt... )

Undanfarin 2 ár hef ég mest verið að þvælast á milli Danmerkur og Noregs í TKD - related ferðum. Fínt að brjóta þetta upp aðeins...
Svo fer ég að öllum líkindum á NM í Finlandi á næsta ári og svo verður það haldið heima árið 2009...

Annars er seminr í skólanum fram á fimmtudag...
Það þýðir engar æfingar á skólatíma fyrr en á föstudaginn...! :'(

Ég kem heim eftir 25 daga... :D

Fleh,
Slavo

4 Comments:

At 11:16 AM, Anonymous Anonymous said...

Þú tekur þetta næst, ekki spurning. Svo ég tali nú ekki um þegar það verður haldið hérna, þá verðurðu á heimavelli og ósigrandi.

 
At 5:11 PM, Anonymous Anonymous said...

Það eru nákvæmlega 37 dagar þar til ég fer, og þar með 38 dagar þar til þú heldur aftur til Noregs eftir heimsóknina. Það þýðir, ef útreikningar mínir eru réttir, að þú verður á Íslandi í 15 daga. Það er gott að hafa svona hluti á hreinu ;)

Hlakka annars til að hitta þig aftur, vona að þú (eða ég) verðir ekki eins upptekin og síðast...

 
At 3:31 AM, Blogger Hulda R. Jónsdóttir said...

Um að gera að vera með allt á tæru...
Við verðum nú að hittast eitthvað á þessum 15 dögum...
Fyrst að þú ætlar þér ekki lengur að sitja með mér og Guggu lærandi fram á miðjar nætur í maí... :P

(og samkvæmt mínum útreikningum verð ég á landinu í 17 daga):)

 
At 4:04 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég hlýt að hafa talið þetta e-ð undarlega.

...og ég sem ætla að reyna að sannfæra skorarformann efnafræðideildar HÍ um að ég þurfi ekkert 3 einingar í viðbót í stærðfræði til að fara í lífefnafræði...

Annars væri ég meira en lítið til í að læra með ykkur ef það vildi ekki svo til að ég verð í suður Frakklandi að daðra við frakka og sóla mig nánast allan maí. Nene nene ne ne :P

 

Post a Comment

<< Home