Það er byrjað að snjóa...
Sunday, October 29, 2006
Friday, October 27, 2006
Um helgina verður haldið uppá 100 ára afmæli Vestoppland Folkehøgskole.
Þá verður mikið að ske...
Á morgun verður prógram allan daginn.
Fyrst er linjepresantasjon, þá kynna allar brautirnar “starfsemi sína”.
(Það var reyndar linjepresantasjon í dag líka, fyrir fólk úr bænum. Það mætti ein gömul kona sem hafði fengið nóg af kynningum þegar það kom loks að Martial art og zen.)
Síðan verður öllum smalað saman í rútur og haldið til Jaren til að skoða húsið þar sem skólinn hafði aðsetur frá 1906-1911. Sá staður heitir því skemmtilega nafni Folkvang... :P
Eftir það eru skemmtiatriði og matur. Ég er því miður í 2 atriðum í sýningunni og get ekki beðið eftir að morgundeginum ljúki þar sem ég er búin að vera að vesenast í þessu drasli í rúman mánuð... :S
Fyrst geri ég poomse og skrefabardaga með ekki verri andstæðing en sjálfan Jon Lennart, hovedlæreren af brautinni minni.
Síðan geri ég annað og flottara poomse...
Svartbeltispoomse...
Í næstu viku er linjeuka.
Þá verða engin valfög, ekkert morgenaktivitet, engar morgensamling.
Bara æfingar alla vikuna... :)
Mánudagur:
09:30 Gyung Dang
12:30 TKD- teori/zen
19:00 TKD-æfing
10:00 Hapkido-æfing
(Með Edward Valholm (til þeirra sem vita hver það er))
12:30 Hapkido-æfing
Um nóttina er síðan gist í Dojang.
06:00 Gengið til Randsfjorden (a.k.a ströndin í Brandbu) og gerðar æfingar og hugleitt útí (já, útí..!) vatninu.
09:30 Horft á mynd
Vår, sommer, høst, vinter og vår igjen.
12:30 Zen
19:00 TKD-æfing
09:30 Gyung Dang
12:30 Taegyun
Kóreskur matur og karókí um kveldið.
09:30 Taegyun
12:30 Taegyun
Það er nebbla kominn skítakuldi...
Ég þarf að fara í úlpu, húfu og vettlinga bara til að labba þessi 20 skref yfir í aðalbygginguna... :S
Það spá því líka allir að það byrji að snjóa aðfaranótt miðvikudags...
Ég kaupi það alveg...
Saturday, October 21, 2006
Ég er ekki lengur í Danmörku...
Ég er komin "heim"...
Annars er ekkert í fréttum...
Bara komin aftur í rútínuna...
Mamma sendi mér hinsvegar harðfisk um daginn og það voru bara þeir allra hörðustu frá Norður -Noregi sem þorðu að smakka hann með smjöri... :)
Hilsen,
Slavo
Thursday, October 12, 2006
Ég er í Danmörku...
Ég er búin að vera í Danmörku síðan á sunnudaginn...
Sem stendur er ég í Aarhus hjá Óskari TKD vini og félaga...
Ég er líka búin að vera í Horsens hjá Hönnu sem er einnig TKD vinur og félagi...
Á laugardaginn fer ég til Kaupmannahafnar og hitti Ellu, ég held ég þurfi ekki að taka fram hvaðan ég þekki hana.. :)
Ég keppti á Osló open fyrir skemmstu...
Fékk 4. sæti...
Hefði svooooo auðveldlega tekið 3. sæti en stressið náði að buga mig í seinna poomseinu (WHAT!!??) og ég hafnaði í því fjórða... :'(
Þetta var þó ekki síðasta sæti og núna veit ég að ég á eitthvað erindi á mót erlendis...
Það er ekkert verra en að fara út að keppa og lenda í síðasta sæti...
Það var þó í lagi á danska opna þegar við lentum í þriðja sæti af þrem hópum í hópapoomse...
Því þá fengum við medalíu... :P
Hér kemur svo skemmtisaga í lokin um hvernig strætóferðin mín heim til Óskars var:
Ég fór upp í strætó númer 2 sem stoppar svona 10 skref frá íbúðinni hans Óskars. Ég vissi ekkert hvert ég var að fara og bað þess vegna strætóbílstjórann að segja mér frá því þegar ég kæmi að Skeijby center, því þar átti ég að fara út. Ég sat lengilengi í strætó og við keyrðum framhjá ÖLLUM götuskiltum sem inniheldu Skeijby. Allt í einu er ég ein í strætó og hann stoppar síðan við einhverja stoppistöð og opnar dyrnar. Þá held ég að við séum komin að Skeijby center og spyr strætóbílstjórann hvort ég eigi að fara út hér. Þá grípur hann um höfuðið á sér og segir mér að við höfum farið framhjá..!!!! Ég þurfti svo að bíða í strætó í 10 mínútur á meðan bílstjórinn var í kaffi og fara síðan til baka. En ég komst loooksins þangað sem ég var að fara og fékk allsvakalega góðan kjúkling í matinn... :)
jamm og já,
Danski Slavo... :D
*Þetta blogg var í boði Óskars Valdórssonar*
Sunday, October 01, 2006
Ég er búin að vera hérna í rúman mánuð...
Ég hef komist að niðurstöðu...
Ég þoli ekki Tae Kyon...!!
Við gerum Tae Kyon æfingar sem upphitun fyrir sverðaæfingar...
Það er hundleiðinlegt...
Í dag var sunnudagur...
Það er glatað að vera í Noregi á sunnudögum...
Þá er ekkert að gera...
Bensíntöð, ein sjoppa og bíóið eru opin...
Það ætti ekki að skipta mig miklu máli þar sem ég eyði venjulega ekki miklum tíma á þessum stöðum eða í öllum hinum búðunum sem eru lokaðar á sunnudögum...
En það er samt eitthvað að því að matvöruverslanir séu lokaðar á sunnudögum...
Don't know why...
Ég held meirað segja að læknirinn hérna í Brandbu sé ekki við á sunnudögum...
Ekki nema að þú sért að deyja...
En þetta er náttla bara smábær... :)
Ég fer til Danmerkur á sunnudaginn næsta...
Að hitta Hönnu, Ellu og mögulega hann Óskar...
Þá fæ ég að tala íslensku...
Sjibbýkóla...
Ég talaði hinsvegar norsku í dag...
Alveg 3 setningar eða eitthvað...
Þetta er allt að koma, allt að koma... :D
SHRN,
Me...