Bravo Slavo

Thursday, October 12, 2006

Ég er í Danmörku...
Ég er búin að vera í Danmörku síðan á sunnudaginn...
Sem stendur er ég í Aarhus hjá Óskari TKD vini og félaga...
Ég er líka búin að vera í Horsens hjá Hönnu sem er einnig TKD vinur og félagi...
Á laugardaginn fer ég til Kaupmannahafnar og hitti Ellu, ég held ég þurfi ekki að taka fram hvaðan ég þekki hana.. :)

Ég keppti á Osló open fyrir skemmstu...
Fékk 4. sæti...
Hefði svooooo auðveldlega tekið 3. sæti en stressið náði að buga mig í seinna poomseinu (WHAT!!??) og ég hafnaði í því fjórða... :'(
Þetta var þó ekki síðasta sæti og núna veit ég að ég á eitthvað erindi á mót erlendis...
Það er ekkert verra en að fara út að keppa og lenda í síðasta sæti...
Það var þó í lagi á danska opna þegar við lentum í þriðja sæti af þrem hópum í hópapoomse...
Því þá fengum við medalíu... :P

Hér kemur svo skemmtisaga í lokin um hvernig strætóferðin mín heim til Óskars var:

Ég fór upp í strætó númer 2 sem stoppar svona 10 skref frá íbúðinni hans Óskars. Ég vissi ekkert hvert ég var að fara og bað þess vegna strætóbílstjórann að segja mér frá því þegar ég kæmi að Skeijby center, því þar átti ég að fara út. Ég sat lengilengi í strætó og við keyrðum framhjá ÖLLUM götuskiltum sem inniheldu Skeijby. Allt í einu er ég ein í strætó og hann stoppar síðan við einhverja stoppistöð og opnar dyrnar. Þá held ég að við séum komin að Skeijby center og spyr strætóbílstjórann hvort ég eigi að fara út hér. Þá grípur hann um höfuðið á sér og segir mér að við höfum farið framhjá..!!!! Ég þurfti svo að bíða í strætó í 10 mínútur á meðan bílstjórinn var í kaffi og fara síðan til baka. En ég komst loooksins þangað sem ég var að fara og fékk allsvakalega góðan kjúkling í matinn... :)

jamm og já,
Danski Slavo... :D

*Þetta blogg var í boði Óskars Valdórssonar*

2 Comments:

At 11:38 AM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með 4. sætið, tsjeeehelling.
:p

 
At 9:23 AM, Blogger Hulda R. Jónsdóttir said...

Mér finnst nú að það eigi ekkert að vera að óska mér til hamingju með þetta... :S

Þetta var fkn glaaatað... Þvílíkt svekkelsi...

En takk samt...

 

Post a Comment

<< Home