Bravo Slavo

Friday, October 27, 2006

Um helgina verður haldið uppá 100 ára afmæli Vestoppland Folkehøgskole.
Þá verður mikið að ske...
Á morgun verður prógram allan daginn.

Fyrst er linjepresantasjon, þá kynna allar brautirnar “starfsemi sína”.

(Það var reyndar linjepresantasjon í dag líka, fyrir fólk úr bænum. Það mætti ein gömul kona sem hafði fengið nóg af kynningum þegar það kom loks að Martial art og zen.)

Síðan verður öllum smalað saman í rútur og haldið til Jaren til að skoða húsið þar sem skólinn hafði aðsetur frá 1906-1911. Sá staður heitir því skemmtilega nafni Folkvang... :P

Eftir það eru skemmtiatriði og matur. Ég er því miður í 2 atriðum í sýningunni og get ekki beðið eftir að morgundeginum ljúki þar sem ég er búin að vera að vesenast í þessu drasli í rúman mánuð... :S

Fyrst geri ég poomse og skrefabardaga með ekki verri andstæðing en sjálfan Jon Lennart, hovedlæreren af brautinni minni.
Síðan geri ég annað og flottara poomse...
Svartbeltispoomse...

Now over to more happier things:

Í næstu viku er linjeuka.
Þá verða engin valfög, ekkert morgenaktivitet, engar morgensamling.
Bara æfingar alla vikuna... :)

Svona lítur prógramið út:

Mánudagur:
09:30 Gyung Dang
12:30 TKD- teori/zen
19:00 TKD-æfing

Þriðjudagur:
10:00 Hapkido-æfing
(Með Edward Valholm (til þeirra sem vita hver það er))
12:30 Hapkido-æfing
(Með Edward Valholm)
Um nóttina er síðan gist í Dojang.

Miðvikudagur:
06:00 Gengið til Randsfjorden (a.k.a ströndin í Brandbu) og gerðar æfingar og hugleitt útí (já, útí..!) vatninu.
09:30 Horft á mynd
Vår, sommer, høst, vinter og vår igjen.
12:30 Zen
19:00 TKD-æfing

Fimmtudagur:
09:30 Gyung Dang
12:30 Taegyun
Kóreskur matur og karókí um kveldið.

Föstudagur:
09:30 Taegyun
12:30 Taegyun

Ég er alvarlega spennt fyrir þessari viku... Þá þarf ég ekki að mæta í helvítis teikni-tímana og þarf bara að þrífa einn dag í vikunni í staðinn fyrir 3... :D

Kuldakveðjur...
Það er nebbla kominn skítakuldi...
Ég þarf að fara í úlpu, húfu og vettlinga bara til að labba þessi 20 skref yfir í aðalbygginguna... :S
Það spá því líka allir að það byrji að snjóa aðfaranótt miðvikudags...
Ég kaupi það alveg...

7 Comments:

At 6:08 PM, Blogger Joingi said...

það er nú búið að vera skítkalt eða rigning hér líka.

weee vetur er kominn!
:)

 
At 2:53 AM, Blogger Óskar said...

nú hlýtur ullarpeysan virka vel er það ekki :)

á svo ekki að skella danmerkurmyndunum inn bráðlega?

 
At 12:15 PM, Anonymous Anonymous said...

"Ég þarf að fara í úlpu, húfu og vettlinga bara til að labba þessi 20 skref yfir í aðalbygginguna... :S"
Er það eitthvað öðruvísi en venjulega?

 
At 1:29 AM, Anonymous Anonymous said...

oh.. ég elska snjó, ég vil að það fari að snjóa hér á bæ.. það er svo rómó..

 
At 4:46 AM, Blogger Hulda R. Jónsdóttir said...

Jamm.. Veturinn er kominn... :S
Ég vil alveg fá snjó hingað lika...
Landslagið er svoooo flott hérna að það væri geðveikt að hafa snjó... :P

Ég hef hingað til getað sleppt úlpunni og húfunni þegar ég fór yfir í aðalbygginguna, en annars er þetta rétt hjá þér, þetta er rosalega týpísk ég... ;)

Ég reyni og reyni að koma þessum myndum inn, en það er bara svoooo miklu hægara sagt en gert greinilega... :s
But I'll keep trying...

 
At 10:31 AM, Anonymous Anonymous said...

Það eru svo mörg norsk orð í blogginu þínu, þú verður farin að blogga á norsku um jólin!!!

Notarðu íslandstrefilinn?

 
At 3:18 AM, Blogger Hulda R. Jónsdóttir said...

Eg er alltaf med islandstrefilinn... :D
Vinkonu minni finnst hann hinsvegar svo flottur ad hun heimtar alltaf ad fa hann lanadan... :)

 

Post a Comment

<< Home