Bravo Slavo

Tuesday, August 29, 2006

já,
Núna er ég búin að vera í u.þ.b 3 daga í Noregi...
Ég var búin að gleyma hvað ég skil EKKERT í norsku... :S
Að tala ekki norsku er eitt, en að skilja ekki nokkurn skapað hlut er ALLT annað...
Ég hef samt ekki miklar áhyggjur af þessu sko, ég verð orðin harður norðmaður eftir nokkrar vikur... :)

Ég er búin að fara á tvær æfingar á jafnmörgum dögum, ég er með harðsperrur út um allt sökum þess að hafa ekki gert neitt í mánuð... :S
En það er samt oftast æðislegt að vera með harðsperrur, þá er maður að gera eitthvað af viti... :D

Ég er búin að sitja á trilljón fundum um hitt og þetta á þessum tveimur dögum...
Sumt skil ég, sumt ekki...

Ég valdi 5 valfög í dag...
kóresku, sverðabardaga, líkams-teikningu, eitthvað námskeið með kóreska gaurnum sem ég man ekki hvað heitir og kóreskt tai chi... :P
Þetta eru allt fyrstu valkostir en svo þurfti maður líka að velja varafög...
Minnsalings langar samt laaaangmest í þessi fög...

Ég er búin að eignast nokkra kunningja hérna, myndi ekki beint kalla þá vini mína þar sem erfitt er að spjalla við þá, nema þegar þeir gera sér ferð og tala við mig eina á ensku...
Ég get ekki verið í hóp þar sem allir tala norsku þar sem ég skil ekki rassgat..! :P

Herbergið mitt er ágætt, nema litasamsetningin er alveg út úr kú og það eru göt á veggnum hjá vaskinum, einsog einhver hafi komið OF æstur heim af æfingu... :)

Og nenniði svo að kommenta ef einhverjir eru að þvælast inná þessa síðu, ég nenni ekki að vera bloggönd ef enginn er að lesa...!

SHRN,
Norski Slavo

9 Comments:

At 11:00 AM, Anonymous Anonymous said...

Hljómar spennó :p

Þú spjarar þig pottþétt vel. Haltu endilega áfram að blogga frá Norge, svona svo við vitum hvað er í gangi :)

 
At 4:31 PM, Anonymous Anonymous said...

Nákvæmlega, nú fyrst er tilgangur með blogginu ;-)
Þetta herbergi hljómar líka spennandi, ertu ekki örugglega með myndavél?

 
At 7:20 AM, Anonymous Anonymous said...

Ekki veit ég afhverju ég les bloggið þitt, ég les aldrei blogg, aldrei!

En ég held það sé vegna þessa að ég fíla að flygjast með lífi fólks sem ég þekki lítið sem ekkert, eitthvað skemmtilega hálf pervertískt við það.

En svo er það líka að þú átt til að tala um eitthvað taekwondo tengt og ég er að farast úr taekwndoleysi. Tók meira að segja taekwondobeltið mitt með til Madrid í viku...

 
At 9:02 AM, Blogger Hanna said...

Blessuð!!!
þú ert semsagt með nettengingu þarna...
vonandi hittir maður fljótlega á þig á msn...

 
At 9:03 AM, Blogger Hanna said...

Blessuð!!!
Þú ert semsagt með nettengingu þarna...
maður hittir þig vonandi fljótlega á msn...

 
At 10:13 AM, Anonymous Anonymous said...

Addi, úert so steiktr!!

Alltaf gaman í Noregi. Veit ekki hversu gaman það væri að vera það heilan vetur en þú plummar þig örugglega.

Go kick some serious buttseses.

 
At 5:36 PM, Anonymous Anonymous said...

Fáðu normennina til að tala gömlu nörsku hægt við þig. Í berlín var Haukur og eitther normaður í hörku samræðum á íslensku/gamlnorsku.

 
At 6:03 AM, Anonymous Anonymous said...

Hljómar allt ótrúlega spennandi:-) Mig langar aftur í lýðháskóla:-P
Vona að þú skemmtir þér vel og hafir það súper gott.
...og mundu að vera dugleg að mingla;-)

 
At 2:00 PM, Blogger Hulda R. Jónsdóttir said...

Sjibbý...
Loooksins fær maður einhver komment hérna... Ég var farin að halda að ykkur væri alveg sama um mig.. ;)

Ég fer að henda inn einhverjum myndum fljótlega, tja ef ekki bara á eftir..

Addi minn, ég skil þig mjög vel... I do the same thing...! :D
Það lítur út fyrir að þú sért að verða meiri TKD-fíkill en ég (if that's possible) því aldrei hef ég tekið beltið með mér í non-TKD-related trips..! :D

Göstó, ímyndaðu þér sommerleirj-mat á HVERJUM DEGI..!!!
Ég kvíði því mest... :S
Ég er strax komin með í magann af of miklu brauði... ;/

SHRN,
Norski Slavo

 

Post a Comment

<< Home