Bravo Slavo

Friday, May 26, 2006

Ég er komin heim frá Danmörku... Þar er ég búin að hanga í 8 daga, við ætluðum að mæta á æfingar hjá Team Odense í þessa auka daga eins og í fyrra en þá var bara ein æfing hjá þeim í alla þessa daga... :S Þannig að við héngum bara í Odense og eyddum pening...
Mér tókst hinsvegar að brjóta á mér litlu tána 4 vikum fyrir svartbeltispróf...!! :S Og viti menn, hún tekur 6-8 vikur að gróa..!!!
Helvítis vesen...!!!

Já, og svo fékk ég silfur á mótinu atarna... :D

Hilsen,
Slavo

Friday, May 12, 2006

Ég er búin í prófum...!!!!
Ég er búin með menntaskólann...!!!!
Hvað gera bændur þá...?? :)

Hilsen,
Slavo

Thursday, May 04, 2006

I morgun átti ég 5 próf eftir... Núna á ég bara 3 eftir... :P
Þó það sé frekar slakt að þurfa að læra fyrir tvö próf sama daginn þá er alveg glæsilegt að geta bara brunað í gegnum tvö próf sísvona... :D
Eðlisfræði á mánudaginn...
Líffræði á miðvikudaginn...
Stærðfræði á föstudaginn...
Verulega þægileg próftafla... :D

Próflok eftir 8 daga...
Útskrift eftir 23 daga...

Hilsen,
Slavo

Monday, May 01, 2006

Ég er hætt að nenna að skrifa eitthvað inná þetta blogg þar sem Blogger tekur alltaf uppá því að birta ekki það sem ég skrifa... :S

Nokkur miklvæg atriði:
*Dimmission:
Ég dimmiteraði á föstudaginn síðasta... Það var svo sem ágætt þó svo ég hefði klikkað á búningamálum sökum annríkis... Dagurinn fór í morgunpartý, hang niðrí bæ og pulsur í góðra vina hópi...Um kvöldið neitaði dyravörðurinn svo að hleypa mér inn á útskriftarballið mitt af því að ég er ekki fædd 1986...!!! Það fannst mér pínu leiðinlegt... En við redduðum málunum og fórum bara í pool í staðinn... Ég vann..!! Þá leið mér betur... :P
*Próf:
5 próf framundan...Ég finn kæruleysið streyma yfir mig, eins og t.d núna á ég að vera að læra fyrir efnafræðipróf... en nei, í staðinn blogga ég... :D
*Útskrift:
Útskriftin verður haldin þann 27. maí við hátíðlega athöfn... Veislan verður síðan daginn eftir... Og þá fæ ég loksins, loksins bévítans kransakökuhornið sem mamma lofaði mér fyrir mörgum árum að ætti að vera í fermingunni minni... :P
*Keppnisferð:
Danska-opna meistaramótið verður haldið í Kolding í Danmörku þann 20.maí...Förum frá íslandi 17.maí og komum aftur þann 25... Þessum dögum fyrir og eftir mót verður eytt í æfingar hjá góðvinum Eduardos í Team Odense Taekwondoklub... :)
*Sumarvinna:
Ætla að vinna í byggingarvinnu hjá vini mínum honum Einari.. :D Honum hefur vinsmlegast verið skipað að ráða sæta stráka í vinnu sem eru óhræddir við að vinna berir að ofan... :D

Hilsen,
Slavo