Bravo Slavo

Friday, November 03, 2006

Jææææja,
þá er línuvikan (n. linjeuka) búin...
Maður er nú orðinn aðeins þreyttur...
Og á morgun þarf ég að vakna svona uppúr hálfsex og taka lest til Osló klukkan 6:15...
Ég er nebbla að fara að keppa á morgun og þarf að vera í Osló í síðasta lagi klukkan 9...
Þetta er eina lestin sem er í boði... :S

En annars hefur vikan verið frábær...
Á mánudaginn fengum við að slást með svamp-sverðum í Gyung Dang...
Það var gaman...
Á þriðjudaginn var Hapkido... Ég væri allsvakalega til í að æfa meira Hapkido, því það er svo obbosens gaman...
Miðvikudagurinn var ekki eins hræðilegur og ég bjóst við...
Það var í rauninni ekkert mál að standa út í vatninu. Fyrsta mínútan er laaaangverst en svo dofna á manni fæturnir og maður finnur ekkert fyrir kuldanum... :)
Ég fékk hinsvegar apchagi í litla fingur á æfingunni um kveldið og hann er núna orðinn stór og feitur... Ég get rétt svo kreppt hnefann... :S
Á fimmtudaginn fengum við að æfa Taeygyun með Halvor Aarak. Hann er norðmaður sem hefur búið í Kóreu í einhver ár og er orðinn flinkari en flestir Kóreubúar í Taegyun...
Það er pottþétt vegna þess að hann er með svo langa fætur... ;)
Í dag var svo meira Taegyun...
Mér finnst það eiginlega ekki skemmtilegt... Sumar æfingarnar fíla ég, aðrar ekki...
En Hapkido er æði...!

Anywhoo,
minnsalings er sibbaló...
Ætla að rölta niðrí bæ og fara svo að lúlla...

Laters,

2 Comments:

At 5:40 AM, Anonymous Anonymous said...

Hei, ég þekki Halvor. Við erum á svona 'how are you?' basis. Hann tók 1. dan á sama tíma og ég og svo hékk ég með honum og hinu fólkinu frá Bö (glaaatað nafn á bæ) þegar ég fór einsamall til Noregs 1998.
Frábær saga og ég vona að þið hafið haft gaman af.
Ég held að standandi lófaklapp sé ekkert til of mikils mælst.

 
At 5:26 AM, Blogger Hulda R. Jónsdóttir said...

Halvor er tøff...
Finnst svo spaugilegt ad bædi hann og Edward Valholm seu med svart belti i TKD...

don't know why...

 

Post a Comment

<< Home