Bravo Slavo

Monday, April 10, 2006

Ég er komin í páskafrí...
Hið langþráða páskafrí er loksins skollið á, og þá gerist það sama og í öllum öðrum fríum, ég veit bara alls ekki hvað ég á af mér að gera... :S
Ætlaði að læra, þá sérstaklega lífeðlisfræði (þarf að leggja svona trilljón vöðvanöfn á minnið), en hver með fullu viti lærir í fríinu sínu...?? Maður er alltaf lærandi...
Svo sagðist ég ætla að mæta í vinnu á morgun og hinn... Mig langar ekkert til þess... Það er leiðinlegt í vinnunni... :(
Mig langar bara til að æfa... En ÍR-húsið er lokað um páskana... Þannig að maður verður að takmarka sig við hlaup og sund... Sem er í sjálfu sér ágætt, i guess... :D

Árshátíð ÍR var á laugardaginn... :D Það var æði pæði...
Það er alveg merkilegt hvað það er skemmtilegt fólk að æfa taekwondo hjá ÍR... Eða taekwondo yfir höfuð... Allir þeir úglendingar sem voru á æfingabúðunum í Danmörku núna síðast, eða í Noregi síðasta sumar og allir þeir sem hafa komið hingað til lands eru alveg yndislegt fólk... :D Spurning hvort það sé íþróttin sem dragi að sér yndislega fólkið eða hvort íþróttin breyti manni til hins betra...?? Eða kannski er það bara bæði betra...??

Síðan er stefnan enn og aftur tekin á Danmörku 19. og 20. maí... Þá er Danska opna meistaramótið í tækni haldið í Kolding... :D
Gaman gaman...

Hilsen,
Slavo

6 Comments:

At 3:02 AM, Blogger Joingi said...

við erum svo yndislega æðisleg öll sömul!

 
At 6:31 AM, Anonymous Anonymous said...

Ah, áhugavert blogg eins og þú lofaðir :)

 
At 11:44 AM, Blogger Hulda R. Jónsdóttir said...

Ég geng aldrei á bak orða minna, Maggi litli... :D

Hilsen,
Slavo

 
At 12:03 PM, Anonymous Anonymous said...

Greinilega ekki, en ég verð að spurja, búinn að velta fyrir mér, hvaðan kemur "Slavomir" og "Bravo Slavo"? Hver er sagan að baki?

Og Maggi litli, það var Maggi stóri (Maggi Úlfars) og Maggi (ég), þannig er hefðin.

 
At 3:32 PM, Blogger Hulda R. Jónsdóttir said...

Nei... Héðan í frá ertu Maggi litli... Það er skemmtilegra.. :P

Ég heyrði þetta nafn einhverntíman í sjónvarpinu og fannst það kúl, svo vatt þetta bara uppá sig... :)
Bravo Slavo er bara trendí... Það rímar.. :D

Hilsen,
Slavo

 
At 7:55 AM, Anonymous Anonymous said...

Skondið með nafnið.

Og varðandi hitt, nei

 

Post a Comment

<< Home