Bravo Slavo

Sunday, February 26, 2006

Ég fór á árshátíð í síðustu viku...
Ég hafði mikið fyrir því að verða dama fyrir kvöldið, fór í kjól og fína háhælaða skó... Leit alveg ágætlega út, býst ég við... :)
Ég áttaði mig bara á því hvað mér finnst kjánalegt að reyna að breyta strákastelpu-harðjaxla-ímyndinni minni núna... Það verður eitthvað svo gervilegt og ótrúverðugt. Sérstaklega vegna þess að mér finnst það ekki fara mér að vera "stelpa"... :D
Ég vil frekar vera í íþróttabuxum og heljarstórri peysu og líða vel heldur en troða mér í sokkabuxur, kjóla og támjóa skó og finnast ég vera fölsk...
Reyna að vera eitthvað sem ég er ekki...
Þó svo að það falli ekki í kramið hjá öllum... :P

Ég fór líka á Júróvisjón-fyrirlestur hjá Páli Óskari á miðvikudaginn... Það er svo gaman að sjá hvað maðurinn er lífsglaður... :D

Hilsen,
Slavo

3 Comments:

At 4:13 PM, Anonymous Anonymous said...

Já þú átt heldur ekkert að vera að því Hulda mín.
Ég hef alltaf klætt mig í kjóla, pils og sokkabuxur og ég er ekki að fara að breita ýmind minni nuna, það yrði bara kjánalegt

 
At 2:35 AM, Anonymous Anonymous said...

já mæli ekkert með því að ganga í háum hælum, það drepur alveg á manni lappirnar.

 
At 11:21 AM, Blogger Hulda R. Jónsdóttir said...

Ég veit... Það er nóg fyrir mig að sitja í svona skóm til að vera alveg að drepast... :S Mæli alls ekki með þessu... :P

Hilsen,
Slavo

 

Post a Comment

<< Home