Bravo Slavo

Monday, July 10, 2006

* Það kom á daginn að það er bráðnauðsynlegt að læra fyrir inntökuprófin ef tilskildum árangri skal náð...
Ég komst semsagt ekki inn... :S
Í þetta sinnið...
Ég er samt frekar sátt við það, ótrúlegt en satt, því núna get ég farið til Noregs og massað prófin með Guggu og Kötlu á næsta ári...
Skemmtilegra að þekkja einhvern...
* Varðandi Noreg, þá eru peningamálin í óreiðu...
Einn styrkur kominn í hús og bið fram í ágúst eftir svari um hinn...
Hins vegar er Jon Lennart, einn kennarana í skólanum, að athuga með skólastyrk eða afslátt
á skólagjöldum handa mér... Þar sem ég er íslendingur og það er töff að hafa íslending í námi við skólann... :D
Svo er minnsalings búinn að fá leyfi til að mæta á poomse-landsliðsæfingar hjá Norska landsliðinu og ég fæ auðveldlega frí í skólanum til að fara á mót...
* Er að hugsa um að koma heim í apríl og keppa á Íslandsmeistaramótinu...
Ætla að eiga 4 titla í röð sko...! :P
Svo er að Scandinavian Open og Norðurlandamótið...
Vona bara að TKÍ hósti upp einhverjum dineros fyrir þessum ferðum því ég mun líklegast ekki eiga krónu með gati þegar ég er búin að borga þessi skólagjöld... :/
* Það verður svakalegt stelpuleysi hjá TKD-deild ÍR í haust... :S
Ég er að fara, Hanna er að fara, Auður og Halla eru að fara...
Greyið Tóta verður ein eftir í framhaldshóp...
En svona er þetta... :)

Later,
Slavo

1 Comments:

At 3:52 AM, Anonymous Anonymous said...

Við mössum þetta á næsta ári :) Það var líka upphaflega planið þitt að taka prófið núna bara til að sjá hvar þú stendur, fara til Noregs og reyna svo af alvöru með okkur næst. Veistu í hvaða sæti þú lentir?

 

Post a Comment

<< Home